Fyrirlestur um karlmennsku

Ljósm. SMH
Ljósm. SMH

Þorsteinn V. Einarsson kynjafræðingur var með fyrirlestur fyrir nemendur skólans í dag. Þar ræddi hann um rótgrónar karlmennskuhugmyndir sem eru hamlandi fyrir öll kyn og skaðlegar fyrir þróun samfélagsins í átt til jafnræðis milli allra hópa. Þorsteinn varpar þannig nýju ljósi á jafnréttisumræðuna þar sem hann er sjálfur í þeirri forréttindastöðu að vera gagnkynhneigður karl með sterka félagslega stöðu og bakgrunn úr fótbolta.

Eftir fyrirlesturinn gátu nemendur sent Þorsteini nafnlaust spurningar sem hann svaraði jafnóðum og þær birtust á skjánum en fyrirlesturinn var í fjarfundi. Eftir fyrirlesturinn voru fjörugar umræður hjá nemendum svo að ljóst er að innlegg Þorsteins hreyfði við mörgum

Þorsteinn hefur verið áberandi í umræðunni um jafnréttismál undanfarin misseri og heldur úti samfélagsmiðlinum Karlmennskan. Hann er einnig fyrirlesari í skólum, fyrirtækjum og stofnunum og ráðgjafi í jafnréttismálum. Áður hafði hann verið með fyrirlestur fyrir starfsfólk skólans svo að umræðan um karlmennsku hefur verið sett rækilega á dagskrá í MTR.

Karlmennskan.is

Karlmennskan á Instagram