Frumkvöðlar í heimsókn

Herbert Eile, Ervin Bratengeyer, Lára Stefánsdóttir og Gunnar Birgisson mynd GK
Herbert Eile, Ervin Bratengeyer, Lára Stefánsdóttir og Gunnar Birgisson mynd GK

Herbert Eile, formaður AT, Samtaka um alþjóðlega samvinnu í menntamálum og Erwin Bratengeyer, prófessor við Dónárháskóla voru gestir skólans í nokkra daga í síðustu viku. Þeir eru öflugir frumkvöðlar á sviði þróunar upplýsingatækni í skólastarfi og hafa ásamt fleirum skipulagt ráðstefnur og námskeið samtakanna EcoMediaEurope í ýmsum Evrópuríkjum. Erwin og Herbert skoðuðu alla aðstöðu í skólanum og kynntu sér starfið með viðræðum við starfsmenn og nemendur. Ellefta EcoMedia-ráðstefnan var haldin í Iasi í Rúmeníu seint á síðasta ári. Hana sóttu fjölmargir kennarar í MTR og voru þar með erindi og kynningar. Tólfta ráðstefnan verður í Glasgow í Skotlandi eftir mánuð. Margir kennara skólans fara þangað en einnig kennarar frá Grunnskóla Fjallabyggðar, Framhaldsskólanum í Vestmannaeyjum, Kvennaskólanum í Reykjavík, Menntaskólanum á Laugarvatni og fleiri skólum. Þrettánda EcoMediaEurope ráðstefnan verður síðan haldin í Fjallabyggð næsta haust. Við lok heimsóknar Erwins og Herberts í síðustu viku var rætt um þrettándu ráðstefnuna og sagði Erwin þá að hún yrði sú síðasta hjá EcoMediaEurope. Í öll þessi ári hefðu samtökin haldið ráðstefnur í austri og vestri, norðri og suðri í Evrópu, um upplýsingatækni í skólastarfi. Alls staðar hefðu verið til góð dæmi, en hvergi eins og í MTR. Hér væri heill skóli eins og þá hefði dreymt um að sjá. Hann sagðist hafa talað við kennara og nemendur og væri nánast orðlaus, og hefði ekki ætlaði að trúa frásögnunum. En þessi skóli væri einstakur og heiður að ljúka þessu langa verkefni einmitt þar. Eins og þeim hefði tekist markmiðið með verkefninu. Þetta endurtók hann síðan við rektor háskólans á Akureyri, sem svaraði því til að hann vissi þetta og þau í HA væru á sömu leið og MTR. Skóli væri ekki lengur staður þar sem bókasafnið og þekking kennaranna væri lykilatriðið, þekking væri víða aðgengileg en skóli væri lærdómssamfélag.                                                                                                                                                 Hér er hægt að lesa frásögn þeirra Herberts Eile og Erwins Bratengeyer af heimsókninni: http://www.educationlavanttal.at/index.php?option=com_content&view=article&id=136:vorbereitendes-treffen-fuer-die-ecomedia-konferenz-2018-island