Nemendaráð mynd GK
Það var mikið líf í skólanum í gær þegar 45 kennarar frá Noregi og Slóveníu komu í heimsókn til að kynna sér starfsemi hans og kennsluhætti. Fulltrúar nemendafélagsins Trölla tóku á móti hinum erlendu gestum og sögðu síðan frá skólastarfinu eins og það horfir við nemendum. Fengu þau margar spurningar að þeirri kynningu lokinni og svöruðu þeim skilmerkilega.
Næst tóku við kynningar kennara MTR þar sem þeir sögðu frá kennslu bóklegra greina, erlendum samstarfsverkefnum, þjónustu við nemendur, frumkvölafræði, listkennslu og kennslu í gegnum nærverur. Kynningarnar fóru fram við fjögur borð, hver þeirra var nokkrar mínútur og svo gafst tími til samræðna áður en gestirnir færðu sig á næsta borð. Þótti gestunum margt mjög áhugavert sem þarna kom fram og spurðu margs.
Þá tók við sameiginlegur hádegisverður þar sem áfram var spjallað og síðan ræddi Lára Stefánsdóttir skólameistari við hópinn og svaraði ýmsum spurningum frá fróðleiksþyrstum og áhugasömum gestum.
Heimsóknin var styrkt af Uppbyggingarsjóði EES sem er ætlað að efla samstarf á sviði rannsókna, nýsköpunar, menntunar og menningar. Heppnaðist hún eins og best verður á kosið; gestirnir mjög ánægðir og sögðust hafa lært margt gagnlegt. Myndir