Parkour mynd GK
Í parkour eru engar reglur og maður keppir því við sjálfan sig segir Patrekur Þórarinsson, einn þeirra sem naut kennslu Hallgríms Þórs Harðarsonar í miðannarvikunni. Iðkendum þessarar íþróttar fer fjölgandi og fyrir marga verður það að lífsstíl að stunda hana á hverjum degi. Mikil ánægja var með námskeiðið í miðannarvikunni eins og myndirnar bera með sér
Í parkour eru engar reglur og maður keppir því við sjálfan sig segir Patrekur Þórarinsson, einn þeirra sem naut kennslu Hallgríms Þórs Harðarsonar í miðannarvikunni. Iðkendum þessarar íþróttar fer fjölgandi og fyrir marga verður það að lífsstíl að stunda hana á hverjum degi. Mikil ánægja var með námskeiðið í miðannarvikunni eins og myndirnar bera með sér.
Parkour er krefjandi íþrótt og iðkunin styrkir líkamann, bætir þol og jafnvægi. Patrekur segir að mörgum finnist hollt fyrir andann að stunda þessa íþrótt, ekki síst vegna þess hve frjálsir menn eru í iðkun sinni. Á námskeiðinu í miðannarvikunni var farið yfir sögu og hugmyndafræði íþróttarinnar og hún borin saman við náskylda íþrótt sem á ensku kallast freerunning. Í verklegum tímum lærðu menn svo að lenda og detta rétt þannig að þeir slösuðust ekki og líka að hita upp, teygja og gera styrktaræfingar. Myndir