Sylvie Roulet mynd GK
Hópur nemenda skemmti sér ágætlega við frönskunám í miðannarvikunni. Kennarinn, Sylvie Roulet, segir að þetta hafi verið uppgötvunarnám og krakkarnir hafi verið mjög tilbúnir að kasta sér út í það. Hún er reyndur kennari og hefur meðal annars kennt kennaranemum. Hún hefur starfað í sirkusskóla og segist hafa notað hugmyndir og tækni þaðan í miðannarvikunni. Meðal annars að nám geti verið leikur og nemendur eigi að treysta hópinn og vinna saman að lausnum. Krakkarnir í MTR hafi verið dugleg að leita á netinu, skiptast á upplýsingum, kenna hvert örðu og vinna saman sem hópur. Öll voru þau byrjendur og viðfangsefnin í samræmi við það, að kynna sig, læra að telja, nöfn litanna og slíkt. Franska er alþjóðlegt tungumál sem talað er í fjölmörgum ríkjum í flestum heimsálfum. Fleiri og fleiri tala málið því fjölgun er meiri á stöðum þar sem það er talað en að meðaltali á jörðinni.