Frábær samkoma

Jólaskemmtun MTR 2012 sem var haldin á föstudagskvöldið tókst sérlega vel. Salurinn í Tjarnarborg var fagurlega skreyttur, maturinn frá Bautanum gældi við bragðlaukana og hljómsveitin 1860 sló hreinlega í gegn. Aðgöngumiðarnir giltu einnig sem happdrættismiðar og þeir gestir sem höfðu heppnina með sér fengu fyrsta jólapakkann um kvöldið. Nemendaráð annaðist undirbúning hátíðarinnar.

Jólaskemmtun MTR 2012 sem var haldin á föstudagskvöldið tókst sérlega vel. Salurinn í Tjarnarborg var fagurlega skreyttur, maturinn frá Bautanum gældi við bragðlaukana og hljómsveitin 1860 sló hreinlega í gegn. Aðgöngumiðarnir giltu einnig sem happdrættismiðar og þeir gestir sem höfðu heppnina með sér fengu fyrsta jólapakkann um kvöldið. Nemendaráð annaðist undirbúning hátíðarinnar.

 Hljómsveitin 1860 spilar indie-popp og hefur verið tilnefnt til titilsins besta nýliðabandið á X977. Hljómsveitarmenn lentu í einhverjum vandræðum með ökutæki sitt á leiðinni norður en starfsmenn á Múlatindi björguðu málum eins og þeirra var von og vísa. Liðsmenn 1860 eru: Óttar G. Birgisson, Hlynur Juni Hallgrímsson, Kristján Hrannar Pálsson, Andri Bjartur Jakobsson og Gunnar Jónsson.