Mynd ÞH
Það var gestkvæmt hjá okkur síðustu vikuna fyrir páskafrí. Meðal þeirra sem heimsóttu okkur voru fjórir franskir kennarar, frá sveitarfélaginu Lesquin nyrst í Frakklandi, sem voru hér í skólanum í fjóra daga til að fylgjast með kennslu og kynna sér skólastarfið. Fengu þeir kynningu á kennslufyrirkomulagi skólans, sátu kennslustundir og áttu viðtöl við nemendur, kennara og skólastjórnendur. Var ýmislegt með öðrum hætti en þeir áttu að venjast. Í lok heimsóknarinnar voru þeir beðnir um að nefna orð sem lýstu upplifun þeirra af skólanum og þetta var þeirra niðurstaða: Frelsi, virðing, hljóðlátt, vellíðan, áhugavert, forvitnilegt og nýstárlegt.