Sýning á margvíslegri skapandi vinnu nemenda á vorönninni verður opnuð í skólanum á laugardag kl. 13:00. Meðal annars gefur að líta verk úr portrettmálun, frumkvöðlafræði, listrænni sköpun, skapandi hannyrðum, jákvæðri sálfræði, fagurfræði, heimspeki og ljóð úr íslenskunni svo fátt eitt sé nefnt .
Lokaverkefni nemanda á listabraut hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir efnistök og hugmyndalega nálgun. Þar er unnið úr efnivið sem nemandinn tók með sér úr sjálfboðastarfi með flóttamönnum á grísku eynni Lesbos.
Sýningin verður opin kl. 13-16 á laugardag en í næstu viku verður einnig hægt að njóta hennar á skólatíma fram að útskrift laugardaginn 25. maí.