Sex krakkar í úivistaráföngum skólans dvöldu á Bjarnargili í Fljótum við æfingar og áskoranir. Ferðin hófst á föstudegi á því að fara á gönguskíðum yfir Lágheiðina og að Þrasastöðum í Fljótum. Björgunarsveitarmennirnir Tómas Einarsson og Gestur Hansson fylgdu á vélsleða en kennarinn, Lísebet Hauksdóttir fór með hópnum á gönguskíðum.
Sex krakkar í úivistaráföngum skólans dvöldu á Bjarnargili í Fljótum við æfingar og áskoranir. Ferðin hófst á föstudegi á því að fara á gönguskíðum yfir Lágheiðina og að Þrasastöðum í Fljótum. Björgunarsveitarmennirnir Tómas Einarsson og Gestur Hansson fylgdu á vélsleða en kennarinn, Lísebet Hauksdóttir fór með hópnum á gönguskíðum.
Leiðangurinn gekk vel þó við höfum lent í allskonar veðri og var mjög notalegt að geta sest inn í neyðarskýlið uppi á miðri heiði. Þegar við komum að Þrasastöðum tók Rúnar Gunnarsson á móti hópnum en hann var leiðbeinandi í fjallamennsku þessa helgi. Á laugardeginum var farið á fjallaskíði í dásamlegu veðri. Eftir vöfflukaffi hjá Sibbu fórum við í sund að Sólgörðum og nutum þess að vera til. Á sunnudaginn æfðu nemendur sig í ísklifri, klettaklifri, sigi og lærðu að nota ísexi til að stöðva sig í bratta. Einnig skemmti hópurinn sér meðal annars við að renna sér á þotu á sköflum í hinum skemmtilegu brekkum í Fljótunum. Matur og allur aðbúnaður á Bjarnargili var með miklum ágætum. Topphelgi í faðmi fjalladýrðarinnar á Bjarnargili og Sibbu og Trausta sem eru engum lík. Innilegar þakkir fyrir okkur. Myndir