Fimmtánda starfsárið hafið

Undanfarnar vikur hafa kennarar skólans sinnt undirbúningi fyrir kennslu annarinnar. Lauk þeim undirbúningi með tveggja daga samveru þar sem ýmis mál voru rædd og lagt á ráðin fyrir önnina. Starfsfólk sammæltist um að áhersluefni vetrarins verði farsæld nemenda og starfsfólks og heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Kennarar ræddu símenntun sína sem var einstaklega fjölbreytt og mun nýtast vel í skólastarfinu. Skoðað var hvernig unnið verður með heimsmarkmiðin í vetur enda er MTR UNESCO-skóli. Farið var yfir hvaða erlendu verkefni verða í gangi í vetur. Að sjálfsögðu var einnig rætt um gervigreind, sem kennarar skólans unnu markvisst með á síðasta skólaári, hvaða tækifæri felast í henni og hvernig verður haldið áfram að þróa gervigreindina í skólastarfið.

Nemendur mættu svo í skólann í gær, spenntir að takast á við næsta kafla í skólagöngunni. Lára Stefánsdóttir, skólameistari, bauð þá velkomna í skólann, hvatti þá til dáða í náminu framundan og talaði um mikilvægi þess að finna sitt áhugasvið sem og að taka ábyrgð á
eigin námi. Að því loknu kynntu kennarar sig fyrir nýnemahópnum og í kjölfar þess hófustfyrstu kennslustundir þessa fimmtánda starfsárs skólans.