Tryggvi Hrólfsson, enskukennari í MTR hefur skipulagt samstarfsverkefni með kunningja sínum Anthony M. La Pusata, enskukennara í E. Majorana skólanum á Sikiley. Verkefnið snýst um að nemendur þar og hér ræði saman á enskri tungu í nokkrum kennslustundum. Í upphafi komu ítölsku nemarnir í heimsókn í nærverunum og skoðuðu skólann. Síðar í vikunni koma þau aftur í kennslustund og hugmyndin er að staðnemar spjalli við þau í litlum hópum eða maður við mann án þess að kennararnir séu að skipta sér af. Tilgangurinn er að æfa eðlilegt samtal á ensku og að nemendur kynnist menningu og lífsháttum hver hjá öðrum. La Pusata er Breti en hann og Tryggvi kynntust í erlendu samstarfsverkefni á síðasta ári.

