Úrslit í stærðfræðikeppni Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra, Menntaskólans á Tröllaskaga og níundu bekkja í grunnskólum á Norðurlandi vestra og Tröllaskaga fór fram í Ólafsfirði í gær.
Í fyrsta sæti varð Hjalti Freyr Magnússon, Grunnskóla Húnaþings vestra. Þorsteinn Jakob Klemensson í Dalvíkurskóla varð í öðru sæti og Jóhann Gunnar Eyjólfsson í Árskóla í þriðja sæti. Allir keppendur fóru heim með smá glaðning og vegleg verðlaun voru veitt fyrir efstu þrjú sætin. Keppnin var jöfn og spennandi og keppendur allir sjálfum sér og skólum sínum til sóma. Þetta er í tuttugasta og annað sinn sem keppnin er haldin.