Eduard og Kristinn mynd af síðu Blakfélags Fjallabyggðar
Tveir nemendur í MTR hafa verið valdir til þátttöku í alþjóðlega blakmótinu NEVAZ í flokki nítján ára og yngri fyrir Íslands hönd. Það er mikill heiður fyrir þá Eduard Constantin Bors og Kristinn Frey Ómarsson að komast í landsliðið í sínum aldursflokki. Þeir hófu blakæfingar fyrir einu ári og hafa lagt gríðarlega hart að sér síðan. Þeir fara ásamt félögum sínum í landsliðinu til Kettering á Englandi að taka þátt á NEVZA-mótinu í lok mánaðarins og tekur ferðin fimm daga.
Nánar má skoða landslið kvenna og karla yngri en nítján ára hér: http://www.bli.is/is/frettir/lokahopar-u19-1