Glaðlegir krakkar úr fjölmennum árgangi í Dalvíkurskóla kynntu sér nám og þjónustu í MTR í morgun. Heimsóknin er liður í undirbúningi þess að velja framhaldsskóla. Hópnum var skipt í stelpur og stráka og fór annar hópurinn í sund á meðan hinn skoðaði skólann og kynnti sér skólastarfið. Báðir hóparnir spurðu margs.
Glaðlegir krakkar úr fjölmennum árgangi í Dalvíkurskóla kynntu sér nám og þjónustu í
MTR í morgun. Heimsóknin er liður í undirbúningi þess að velja framhaldsskóla. Hópnum var skipt í stelpur og stráka og fór
annar hópurinn í sund á meðan hinn skoðaði skólann og kynnti sér skólastarfið. Báðir hóparnir spurðu margs.
Stelpurnar spurðu talsvert um skipulag námsins og námstíma. Einnig hvort þær gætu tekið einhverja áfanga
á vorönn til að flýta fyrir sér þegar þær hæfu menntaskólanámið. Strákarnir voru sérlega áhugasamir um
nám í forritun, ýmiskonar útivist og íþróttum.