Fyrirlestur mynd BM
Bryndís Hrönn Ragnarsdóttir er íslensk myndlistarkona búsett í Reykjavík. Hún greindi frá listsköpun sinni og ferli í fyrirlestri á listabraut MTR. Fyrirlesturinn var í tengslum við Dag myndlistar sem fara átti fram á síðasta ári en var frestað vegna ófærðar. Bryndís nam myndlist við fjöltæknideild Listaháskóla Íslands og útskrifaðist þaðan með B.F.A. gráðu árið 2002. Hún hélt utan til frekara náms við Akademie der Bildenden Kunste undir handleiðslu Franz Graf, þaðan sem hún útskrifaðist með M.F.A. gráðu í janúar 2006. Bryndís hefur verið virk í sýningahaldi og listsköpun og fór vel yfir starf sitt sem listamaður í afar fróðlegri og áhugaverðri kynningu.