Brunaæfing og kynning á viðbragðsáætlun

Brunaæfing mynd GK
Brunaæfing mynd GK

Í síðustu viku kom slökkviliðsstjóri Slökkviliðs Fjallabyggðar í skólann og hélt kynningu fyrir nemendur og starfsfólk á viðbragðsáætlunum sem til staðar eru fyrir skólann sem og viðbrögðum við eldsvoða. Í kjölfar kynningarinnar og umræðna um efni hennar var æfð skyndirýming í skólahúsnæðinu með starfsfólki og nemendum þar sem ýmsir neyðarútgangar voru notaðir. Að lokinni rýmingu var farið yfir hvernig hún gekk fyrir sig með gagnrýnum augum og hugað að því sem betur mátti fara. Starfsfólkið fékk svo leiðsögn í notkun slökkvitækja og eldvarnarteppa og fékk tækifæri til að æfa sig á réttu handtökunum. Myndir

 

Viðbragðsáætlun skólans og viðbragðsleiðbeiningar má sjá á þessari slóð:

https://www.mtr.is/is/skolinn/aaetlanir-og-stefnur