Bólivísk fórnarathöfn

Edwin mynd GK
Edwin mynd GK
Edwin, Quechua Indíáni frá Bólivíu stýrði fórnar- og blessunarathöfn utandyra við skólann í morgun. Allir nemendur og starfsmenn tóku þátt og skipti hann hópnum eftir kynjum. Greining á reyk, lit og stefnu, var í forgrunni. Reykurinn sýndi mikla orku og gaf til kynna að stúlkur væru virkari en piltar. Hátíðin í morgun var lokapunktur í áfanganum MOME – Matur og menning. Þemað er matarmenning hér á Tröllaskaga og á Eyjafjarðarsvæðinu.

Edwin, Quechua Indíáni frá Bólivíu stýrði fórnar- og blessunarathöfn utandyra við skólann í morgun. Allir nemendur og starfsmenn tóku þátt og skipti hann hópnum eftir kynjum. Greining á reyk, lit og stefnu, var í forgrunni. Reykurinn sýndi mikla orku og gaf til kynna að stúlkur væru virkari en piltar. Hátíðin í morgun var lokapunktur í áfanganum MOME – Matur og menning. Þemað er matarmenning hér á Tröllaskaga og á Eyjafjarðarsvæðinu.
Nemendur komust að því að á svæðinu höfum við aðgang að ógrynni af ferskri matvöru og matvælaframleiðslu sem er eins og best verður á kosið. Nemendur voru með kynningar á þessari frábæru framleiðslu auk þess sem við horfðum sérstaklega á mat og matarmenningu Suður-Ameríku. Nemendur elduðu svo úr hráefni héðan af svæðinu og útbjuggu chilli con carne, djúpsteiktu rækjur, voru með matarprufur sem eiga rætur sínar að rekja til Suður-Ameríku auk þess sem Torgið restaurant á Siglufirði bauð upp á pizzur með suður-amerísku ívafi. Áhersla var lögð á listræna framsetningu á mat og tengingu við stefnur og strauma í matargerð Suður-Ameríku. Myndlistarnemendur stilltu upp landslagsverkum í tengslum við viðburðinn en hápunktur dagsins var klárlega heimsókn Edwins sem er Quechua Indíani frá Bólivíu og hann blessaði skólann til heiðurs Pachamama eða Móður Jörð í menningu Quechua Indíána. Þessi blessun byggir á fornum sið og hreinsaði hann einnig skólann með reyk gjörningi. Edwin hélt svo fyrirlestur um lífshætti og menningu Quechua Indíána ásamt mannfræðinginum Annie Oelerich sem kom frá Danmörku. Myndir