Bleikur október

Hópmynd
Hópmynd

Bleikur október er árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins tileinkað baráttunni gegn krabbameini hjá konum og Bleika slaufan er tákn Krabbameinsfélagsins í þeirri baráttu. Hún er seld ár hvert til fjáröflunar og þeir fjármunir sem safnast í átakinu renna til vísindastarfs, rannsókna, fræðslu, forvarna og til ráðgjafar og stuðnings. Einnig hefur verið safnað fyrir tækjum til krabbameinsleitar á vegum Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins.

Bleiki dagurinn er í dag, 23. október, en hann er hápunktur Bleiku slaufunnar ár hvert. Á Bleika deginum er þjóðin hvött til að vera bleik - fyrir okkur öll bera slaufuna, klæðast bleiku og lýsa skammdegið upp í bleikum ljóma svo allar konur sem greinst hafa með krabbamein finni stuðning okkar og samstöðu.

Starfsfólk MTR lét ekki sitt eftir liggja og klæddist bleiku í dag,í tilefni átaksins, og ýmsir báru slaufuna í barmi. Auk þess hefur bleiki fáninn blaktað við hún allan október og skólinn verið skreyttur bleikum slaufum.