Hópmynd mynd GK
Á hverri önn er skellt í íþróttamót á milli nemenda og kennara í skólanum. Íþróttin sem verður fyrir valinu er sú íþróttagrein sem verið er að kenna hverju sinni og í ár var það blak, kennara til mikillar ánægju þar sem þau eru öll vanir blakarar! Áfanganum lauk því með stæl á síðasta kennsludegi vorannar. Fimm lið reyndu með sér í blaki, fjögur skipuð nemendum en eitt kennurum.
Á hverri önn er skellt í íþróttamót á milli nemenda og kennara í skólanum. Íþróttin sem verður fyrir valinu er sú íþróttagrein sem verið er að kenna hverju sinni og í ár var það blak, kennara til mikillar ánægju þar sem þau eru öll vanir blakarar! Áfanganum lauk því með stæl á síðasta kennsludegi vorannar. Fimm lið reyndu með sér í blaki, fjögur skipuð nemendum en eitt kennurum. Þetta voru allt saman hörkuleikir og nemendum hefur farið rosalega mikið fram. Kennarar höfðu þó sigur og var það fyrirliðinn og silfurrefurinn síungi sem tók á móti bikarnum. Í liði voru Óskar, Tóti, Lísa og Magga. Við þökkum nemendum og kennurum fyrir frábæra frammistöðu í vetur. Myndir