Ástráður mynd GK
Ástráður er kynfræðslufélag sem rekið er af læknanemum við Háskóla Íslands og var stofnað árið 2000. Markmið félagsins er að fræða ungmenni landsins um kynlíf, kynheilbrigði og samskipti. Ár hvert heimsækja fulltrúar þess alla framhaldsskóla landsins og halda fyrirlestra fyrir fyrsta árs nemendur. Í gær komu fulltrúar frá Ástráði í skólann til okkar og áttu gott spjall við þá nýnema sem voru í húsi. Nemendur voru opnir og hispurslausir, spurðu um það sem þeim lá á hjarta og fengu greinargóð svör frá læknanemunum.
Félagið heldur einnig úti heimasíðunni astradur.is þar sem ýmis konar fræðsluefni sem tengist málaflokknum er aðgengilegt