Ánægjulegir endurfundir

Útskrift mynd GK
Útskrift mynd GK

Menntaskólinn á Tröllaskaga er opin prófstöð háskólanna. Undanfarna daga hafa háskólanemar fjölmennt í skólann til að þreyta próf og sparað sér þannig fé, tíma og þá fyrirhöfn sem fylgir því að taka prófin í þeim skóla þar sem þeir stunda nám. Aðallega eru þetta nemar við Háskólann á Akureyri og uppistaða þeirra eru útskrifaðir stúdentar frá MTR sem búsettir eru í Fjallabyggð. Sú staðreynd sýnir mikilvægi þess að hafa framhaldsskóla í byggðarlaginu því sýnt hefur verið fram á að þegar svo háttar aukast líkurnar á að ungt fólk setjist að í sinni heimabyggð. Háskólanemar þeir sem hér taka próf stunda nám á ýmsum sviðum, flestir eru í hjúkrunarfræði en næst þar á eftir koma kennslu- og lögreglufræði. Undanfarnir dagar hafa því einkennst af ánægjulegum endurfundum og hver veit nema einhverjir þessara nema bætist í starfsmannahópinn í MTR í framtíðinni.