Þorgeir, Jóel og Guðbrandur mynd GK
Í áfanganum STÆR3TÁ05 fá nemendur innsýn í tölfræði sem mikið er notuð og víða. Í æfingu vikunnar söfnuðu nemendur gögnum, flokkuðu, settu fram tilgátu og notuðu kí-kvaðrat-próf til að meta hana. Meðal annars var kannað hvort vatnsdrykkja, sundferðir og kaup á skyndibita væru mismunandi milli kynja. Sett var fram svokölluð 0-tilgáta, það er að enginn munur væri á kynjum. Nemendur notuðu hentugleikaúrtak og google forms til að flokka og vinna með gögnin. Að endingu var svo skrifuð skýrsla. Niðurstöður bentu til að ekki væri munur vatnsdrykkju kynja og ekki heldur á kaupum á skyndibita. Hins vegar virðast konur duglegri að synda en karlar og væri ástæða til að kanna muninn sem fram kom nánar. Kennari í ályktunartölfræði er Unnur Hafstað.