Verk eftir Amalíu Þórarinsdóttur
Alþjóðlegur dagur mannréttinda er í dag, 10. desember. Í skapandi greinum eins og myndlist eru nemendur oftlega að fjalla um mannréttindi eins og sjá má á meðfylgjandi málverkum. MTR er Unesco skóli og er heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna fléttað inn í allflestar námsgreinar.
Mörg markmiðanna, eins og þau sem fjalla um menntun, fátækt, jöfnuð, hungur og jafnrétti snúast í raun um mannréttindi og auðvelt að tengja við margt í námsgreinum og skólastarfinu almennt. Á nemendasýningu skólans sem opnuð var í dag eru nokkur verk sem fjalla um mannréttindi og önnur málefni sem brenna á unga fólkinu okkar sem mörg hver eru með sterka réttlætiskennd.