Alexía á Ólympíuhátíð

Alexía María Gestsdóttir, nemandi á náttúruvísindabraut, keppir í alpagreinum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Brasov í Rúmeníu í febrúar. Alexía æfir á Dalvík og er Björgvin Hjörleifsson þjálfari hennar. Hún hefur yfirleitt verið best í svigi og stórsvigi í sínum aldursflokki í Ólafsfirði. Alexía segist þurfa að fara að setja allt á fullt í æfingunum en hún fór í aðgerð á hné í haust og er ekki alveg búin að ná sér. Tólf íslenskir unglingar, fæddir 1995 og 1996 fara til keppni í Brasov, sex stúlkur og sex strákar. Átta keppa í alpagreinum en fjórir í göngu.

Alexía María Gestsdóttir, nemandi á náttúruvísindabraut, keppir í alpagreinum á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar í Brasov í Rúmeníu í febrúar. Alexía æfir á Dalvík og er Björgvin Hjörleifsson þjálfari hennar. Hún hefur yfirleitt verið best í svigi og stórsvigi í sínum aldursflokki í Ólafsfirði. Alexía segist þurfa að fara að setja allt á fullt í æfingunum en hún fór í aðgerð á hné í haust og er ekki alveg búin að ná sér. Tólf íslenskir unglingar, fæddir 1995 og 1996 fara til keppni í Brasov, sex stúlkur og sex strákar. Átta keppa í alpagreinum en fjórir í göngu.