Óvenju margir kennarar í húsi.
Ljósm. SMH.
Skólastarfið er nú komið í fullan gang í MTR og nemendur og starfsfólk fegin að koma til starfa eftir gott jólafrí. Nemendur aldrei verið fleiri í en á þessari önn eða 572 talsins.
Vetur konungur hefur gert vart við sig á Tröllaskaga síðustu daga. Á þriðjudag var vegurinn um Ólafsfjarðarmúla opnaður um kl. 11 og hafði þá verið lokaður í sólarhring. Einn kennari, búsettur á Dalvík komst ekki heim vegna þessa og nokkrir kennarar og nemendur sem búsettir eru á Akureyri og Dalvík komust ekki í skólann morguninn eftir. En í gær var búið að opna og aflýsa hættuástandi í Múlanum og óvenju margir kennarar voru mættir í skólann eins og sést á meðfylgjandi mynd.