Pétur og hákarlinn mynd ÞH
Íþróttatíma starfsbrautar var breytt í náttúruskoðun í morgun þegar fréttist af óvenjulegum reka á Ósbrekkusandi. Í ljós kom að rekið hafði dauðan beinhárkarl. Hræið er af stærðarskepnu, um sjö metra langri. Rotnun er tæplega hafin og engin lykt af hræinu. Nemendum fannst hræið áhugavert og flestir voru að sjá slíkt í fyrsta sinn. Þeir skoðuðu hákarlinn í krók og kring og prófuðu að hoppa á honum. Kom fram sú tillaga að nota hræið sem ærslabelg við skólann. Þá hafði einn nemandinn orð á því að ekki þyrfti að hafa áhyggjur af hráefnisskorti í nýja mötuneytinu. Veður er einkar blítt í Ólafsfirði og nutu nemendur útivistarinnar í fjörunni við þessa óvenjulegu náttúruupplifun. MYNDIR