Aðalsteinn mynd HF
Í stjórnmálafræði voru tveir nemendur með kynningar í morgun og fjölluðu báðar um afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í kjölfar sjónvarpsþáttarins Kastljóss á sunnudag sem byggði á upplýsingaleka frá Panama. Aðalsteinn Ragnarsson fjallaði einkum um þá neikvæðu athygli sem málið hefur vakið í öðrum löndum.
Í stjórnmálafræði voru tveir nemendur með kynningar í morgun og fjölluðu báðar um afsögn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra í kjölfar sjónvarpsþáttarins Kastljóss á sunnudag sem byggði á upplýsingaleka frá Panama. Aðalsteinn Ragnarsson fjallaði einkum um þá neikvæðu athygli sem málið hefur vakið í öðrum löndum. Salína Valgeirsdóttir ræddi hins vegar um samskipti forseta Íslands og forsætisráðherra og fór yfir fund þeirra á þriðjudag. Talsverðar umræður urðu eftir kynningarnar og barst talið meðal annars að David Cameron, forsætisráðherra Bretlands sem í ljós hefur komið að naut tekna af sjóði sem faðir hans stofnaði í skattaskjóli.