Lára, Óskar og Þorvaldur
Nýr samstarfssamningur Menntaskólans og Knattspyrnufélags Fjallabyggðar var undirritaður í morgun. Hann veitir þeim nemendum skólans sem eru á samningi hjá KF rétt til að stunda nám á afreksþíþróttasviði. Samningurinn er endurnýjun á eldri samningi um knattspyrnuakademíu sem hefur gefið mjög góða raun.
Nýr samstarfssamningur Menntaskólans og Knattspyrnufélags Fjallabyggðar var undirritaður í morgun. Hann veitir þeim nemendum skólans sem eru
á samningi hjá KF rétt til að stunda nám á afreksþíþróttasviði. Samningurinn er endurnýjun á eldri samningi um
knattspyrnuakademíu sem hefur gefið mjög góða raun.
Samkomulagið er forvarnarverkefni, nemendur sem njóta afreksþjálfunar í akademíunni skulu vera fyrirmyndir annarra. Neysla áfengis, tóbaks og
annarra vímuefna er ekki liðin. KF á að sjá um forvarnarþáttinn, halda utan um iðkendur varðandi æfingar og keppni og útvega
fullnægjandi þjálfara.
MTR leggur tvær kennslustundir á viku til verkefnisins og einnig aðstöðu í íþróttamannvirkjum. Á hverri önn er veitt
fræðsla um heilbrigða lífshætti og í boði nám sem tengist íþrótta- og lífeðlisfræði. Nemendur allra brauta
skólans geta notið afreksþjálfunarinnar. Af hendi skólans sér Óskar Þórðarson um verkefnið. Hann er með meistarapróf
í þjálfunarfræðum frá Íþróttaháskólanum í Noregi og hefur KSÍ5-réttindi til þjálfunar í
knattspyrnu. Samningur hér.