Æfingakennsla nemenda

Nemendur í áfanganum barna- og unglingaþjálfun við MTR hafa í vetur aflað sér þekkingar um grunnatriði þess að vinna með börn og unglinga í íþróttum. Í áfanganum eru sjö nemendur sem allir eru á íþróttabraut við skólann. Stór hluti námsins í áfanganum felst í því að fylgjast með og vinna á vettvangi með börnum og unglingum. Í upphafi annarinnar fóru nemendur og fylgdust með íþróttakennslu í Grunnskóla Fjallabyggðar en í þessari viku fengu þeir að stíga fram á stóra sviðið og kenna sjálfir.

 Nemendur í áfanganum barna- og unglingaþjálfun við MTR hafa í vetur aflað sér þekkingar um grunnatriði þess að vinna með börn og unglinga í íþróttum. Í áfanganum eru sjö nemendur sem allir eru á íþróttabraut við skólann. Stór hluti námsins í áfanganum felst í því að fylgjast með og vinna á vettvangi með börnum og unglingum. Í upphafi annarinnar fóru nemendur og fylgdust með íþróttakennslu í Grunnskóla Fjallabyggðar en í þessari viku fengu þeir að stíga fram á stóra sviðið og kenna sjálfir. Nemendur unnu tveir og tveir saman og þurftu að undirbúa, framkvæma og síðan meta kennsluna hjá sér. Kennslan stóð í tvo daga þar sem nemendurnir kenndu nemendum í 1.-7. bekk grunnskólans. Óskar Þórðarson, íþróttakennari MTR segir að nemendurnir hafi staðið sig frábærlega í þessu hlutverki. Gaman hafi verið að sjá hvernig þeir leystu hin ýmsu verkefni sem upp komu í kennslutímunum. Einnig hafi verið skemmtilegt að sjá hversu spenntir grunnskólakrakkarnir voru fyrir þessum nýju kennurum. Myndir