Að planka!

Nemendur í Tröllaskagaáfanga fræddust um starf Ferðafélags Siglufjarðar hjá Guðrúnu Ingimundardóttur í morgun. Á myndinni sýnir hún atferli sem félagsmenn stunduðu á ferðalögum síðasta sumar og kallast “að planka”.

Nemendur í Tröllaskagaáfanga fræddust um starf Ferðafélags Siglufjarðar hjá Guðrúnu Ingimundardóttur í morgun. Á myndinni sýnir hún atferli sem félagsmenn stunduðu á ferðalögum í sumar og kallast “að planka”. Plankinn á myndinni heitir Gestur Hansson. Hann er gjörkunnugur á Tröllaskaga og félagi Guðrúnar í stjórn Ferðafélagsins. Hún fræddi nemendur um starf félagsins og sýndi fjölda mynda úr ferðum þess. Hún kenndi nemendum líka að nota vefinn snokur.is, sem er stórfróðlegur og geymir auk annars upplýsingar um örnefni í Sigluneshreppi skráð af Helga Guðmundssyni. Í framhaldi af heimsókn Guðrúnar Ingimundaróttur gera nemendur verkefni sem felst í því að skipuleggja eins dags ferðafélagsferð á Tröllaskaga eða í nágrenni.