Andri Viðar og Grétar Áki mynd HF
Engin þjóð nýtir fisk betur en Íslendingar og nýtingin batnaði með kvótakerfinu. Þetta sagði Andri Viðar Víglundsson sjómaður á Kleifaberginu nemendum í Tröllaskagaáfanga. Andri Viðar skýrði skipulag og vinnuferla um borð í togara með aðstoð Grétars Áka Bergssonar nemanda í áfanganum. Myndband sem Grétar Áki gerði sýnir veiðar, vinnslu og frágang afla í Mánaberginu.
Engin þjóð nýtir fisk betur en Íslendingar og nýtingin batnaði með kvótakerfinu. Þetta sagði Andri Viðar Víglundsson
sjómaður á Kleifaberginu nemendum í Tröllaskagaáfanga. Andri Viðar skýrði skipulag og vinnuferla um borð í togara með aðstoð
Grétars Áka Bergssonar nemanda í áfanganum. Myndband sem Grétar Áki gerði sýnir veiðar, vinnslu og frágang afla í
Mánaberginu.
Andri Viðar sagði að stundum væri erfitt að skilja hvernig fiskmarkaðir virkuðu. Því menn væru tilbúnir að greiða hærra
verð fyrir ófrosinn fisk sem farinn væri að dala en fyrir fisk sem hefði verið frystur strax og hann kom um borð. Líka væri athyglisvert að á
mörkuðum í Asíu fengist gjarnan hærra verð fyrir hausaðan heilfrystan karfa en fyrir karfaflökin roðlaus og beinlaus.
En ekki dugir að vinna aflann bara eins og alltaf hefur verið gert og þótt nauðsynlegt sé bregðast við óskum kaupendanna þá biðja
þeir ekki um það sem þeir aldrei hafa heyrt af. Því er brýnt að prófa nýja hluti og nefndi Andri Viðar í því
sambandi að rétt fyrir aldamótin hefðu menn byrjað að hirða grálúðuhausa. Fyrst hefði lítið fengist fyrir þá en
nú fengjust 500-800 krónur fyrir kílóið.
Segja má að margir þræðir úr áfanganum hafi komið saman í þessari kennslustund. Fisktegundirnar sem Andri Viðar var að lýsa
vinnslu og markaðssetningu á bar mjög á góma í fyrirlestri Valtýs Hreiðarssonar, fiskifræðings fyrr í vikunni. Myndband Grétars
Áka sýndi vinnslu sömu tegunda og þar gaf einnig að líta Marin fiskvinnsluvélar sem Vélfag, fyrirtæki Ólafar Lárusdóttur
framleiðir en hún var gestur í áfanganum fyrr í haust.