Auglýsingar í prentmiðlum hafa verið viðfangsefni nemenda í markaðsfræði að undanförnu. Aldís kynnir hér viðfangsefni sitt, auglýsingu sem sneri öfugt í miðlinum. Það var með vilja gert auglýsandinn notaði þessa aðferð í von um aukna athygli.
Auglýsingar í prentmiðlum hafa verið viðfangsefni nemenda í markaðsfræði að undanförnu. Aldís kynnir hér viðfangsefni
sitt, auglýsingu sem sneri öfugt í miðlinum. Það var með vilja gert – auglýsandinn notaði þessa aðferð í von um aukna
athygli. Hver nemandi valdi eina auglýsingu og greindi hana fyrir bekkjarfélaga sína út frá kenningum markaðsfræðinnar. Nemendur þurftu að
gera grein fyrir því hvað hefði fengið þá til að velja viðkomandi auglýsingu, hvað það væri sem hefði vakið athygli
þeirra við auglýsinguna. Einnig þurftu þeir að gera grein fyrir boðskap, tilgangi og líftíma auglýsingarinnar auk markhóps og vegsauka
eða virði vörunnar. Kennari í markaðsfræði er Inga Eiríksdóttir, viðskiptafræðingur.