Hægt er að nota ýmsa tækni til að kenna nemendum í fjarskanum í lýðheilsuáföngum. Lísebet Hauksdóttir, íþróttakennari hefur kosið að nota „sportstracker“ appið. Hún telur að það sé frábær leið fyrir nemendur sem leiðist í íþróttum eða ráða illa við að vera í hóp. Innbyggt er að veita hrós og gefa nemendum þá tilfinningu að þeir séu hluti af heild. Þeir geta valið tegund hreyfingar, til dæmis göngu, hjólreiðar, skíði, hreyfingu í ræktinni eða reiðtúr. Í forritinu kemur fram fjöldi skrefa og kílómetra, meðal- og hámarkshraði, ásamt púls og yfirlitsmynd yfir leiðina sem farin var þannig að þetta gengur mjög vel. Nemendur senda síðan upptöku úr tækinu til kennara og fá hreyfinguna metna. Lísebet segir að margir nemendur haldi áfram að nota tæknina eftir útskrift og séu að senda sér myndir og upplýsingar úr „sportstracker“ af því sem þau eru að gera.
Einnig hefur hún notað app sem heitir JEFIT sem er einnig ókeypis. En þar geta nemendur búið sér til æfingaráætlun hvort sem það eru æfingar í ræktinni eða þá æfingar sem viðkomandi gera heima. Þegar maður er búinn að klára þá er hakað við, bæði endurtekningar og sett af æfingunum koma fram og tími þannig að nemendur hafi fulla yfirsýn með því sem þau eru að gera.