Regnbogi mynd GK
Á þessari önn eru 517 nemendur við Menntaskólann á Tröllaskaga og eru það heldur fleiri en á síðustu önn. Flestir þeirra stunda fjarnám við skólann en eru samt sem áður með MTR sem aðalskóla. Fjarnemarnir eru búsettir víðsvegar um landið og nokkrir erlendis en meginþorri þeirra kemur af suðvesturhorninu. Kjörnámsbraut er fjölmennasta brautin þar velja nemendur þá sérhæfingu sem þeir vilja leggja áherslu á og skipuleggja námið í samráði við námsráðgjafa. Næst fjölmennust er félags- og hugvísindabrautin. Starfsfólk skólans telur tæplega 30 manns og er það svipaður fjöldi og síðustu ár.