hugmyndavinna og styrkumsóknir
Einingafjöldi: 5
Þrep: 2
Forkröfur: FRUM1TR05
Áfanginn fjallar um hvernig á að sækja um styrki fyrir verkefni, bæði innlend og á alþjóðavísu. Nemendur læra að greina styrkveitendur, þróa umsóknir og setja upp raunhæfa fjárhagsáætlun. Lögð er áhersla á tengslamyndun, heimsóknir til styrkveitenda, viðtöl við styrkþega og greiningu á kostum og göllum styrkumsókna.
Einnig er skoðað hvernig nýta má gervigreind og upplýsingatækni í ferlinu, t.d. fyrir textaskrif, kynningarefni, myndvinnslu og vefsíðuhönnun.
Áfanginn er ætlaður framhaldsskólanemendum sem ekki hafa neina fyrri reynslu af umsóknarskrifum.
Þekkingarviðmið
- Mismunandi styrktarsjóðum og kröfum þeirra (Erasmus+, Nordplus, EEA, fyrirtækjasjóðir o.fl.)
- Ferlinu frá hugmynd til samþykktar umsóknar
- Helstu þáttum styrkumsókna, svo sem verkefnalýsingu, fjárhagsáætlun og sjálfbærni
- Hvernig tengslamyndun og samstarf hefur áhrif á styrkveitingar
- SVÓT-greiningu á verkefnum
- Hvernig gervigreind og upplýsingatækni geta aðstoðað í umsóknarskrifum
Leikniviðmið
- Greina styrkleika og veikleika í eigin verkefnum
- Skrifa skýrar og sannfærandi styrkumsóknir
- Útbúa raunhæfa fjárhagsáætlun
- Byggja upp og nýta tengslanet í styrkumsóknum
- Nota gervigreind og upplýsingatækni fyrir textaskrif, kynningarefni og myndvinnslu
- Hanna einföld kynningarskjöl eða vefsíður fyrir umsóknarverkefni
Hæfnisviðmið
- Undirbúa og senda inn fullgilda styrkumsókn
- Greina hvaða styrktarsjóðir henta mismunandi verkefnum
- Taka virkan þátt í umræðu um fjármögnun samfélagsverkefna
- Meta og rýna í styrkleika og veikleika eigin verkefnahugmynda
- Tengjast styrkveitendum og styrkþegum til að læra af raunverulegum dæmum
- Nýta tækni til að bæta gæði umsóknarskrifa og kynningarefnis
Nánari upplýsingar á námskrá.is