Undirbúningur fyrir ökunám
Einingafjöldi: 5
Þrep: 1
Í áfanganum er lögð áhersla á að búa nemendur undir ökunám og bóklega hluta ökuprófs. Farið er yfir námsefni sem lagt er til grundvallar almennu ökuprófi með áherslu á lög, umferðarmerki, götumerkingar, umferðarmenningu og hegðun í umferðinni, reglur og viðhorf til umferðar með áherslu á jákvæð viðhorf til tillitssemi og ábyrgðar í umferðinni. Nemendur fá að spreyta sig á verkefnum tengt efninu, bæði á netinu og á verkefnablöðum. Þá verða farnar vettvangsferðir út í umferðina þar sem fræðilegi hlutinn er tengdur við raunverulegar aðstæður í umferðinni. Unnið er markvisst að undirbúningi nemenda fyrir almennt ökupróf. Reynt verður að hafa æfingar við áhuga, hæfi og getu hvers og eins. Notaðar verða æfingar til að festa umferðarmerkin í minni, horft á myndbönd úr umferðinni og annað sem gæti nýst nemendum.
Þekkingarviðmið
- undirbúningi sem þarf til að fá ökuréttindi
- réttindum sínum og skyldum varðandi ökunám
- mikilvægi þess að kunna umferðarreglur
- skilja þá ábyrgð sem felst í því að keyra bíl
Leikniviðmið
- vinna sjálfstætt
- þekkja réttindi sín og skyldur varðandi ökunám
- nota netið til að auðvelda sér ökunámið
- þekkja helstu umferðareglur og merki
- spyrja ef hann skilur ekki
Hæfnisviðmið
- leysa verkefni sjálfstætt
- geta nýtt sér viðeigandi stuðningstæki s.s. tölvur og gagnvirkt efni
- þekkja helstu umferðareglur og umferðamerki
- átta sig á ábyrgðinni sem felst í því að stjórna ökutæki
- nota netið til að auðvelda sér ökunámið
- undirbúa bóklegt ökunámmeta þá aðstoð sem hann mögulega þarf og hefur rétt á
Nánari upplýsingar á námskrá.is