Þolþjálfun
Einingafjöldi: 3
Þrep: 1
Áfanginn er að mestu verklegur þar sem áhersla er lögð á þol og þolþjálfun. Í áfanganum verður fjallað um mikilvægi upphitunar fyrir hvers konar líkamlega þjálfun og farið er yfir muninn á loftháðri og loftfirrtri þolþjálfun. Nemendur læra um mismunandi þjálfunaraðferðir í þolþjálfun, hvernig hægt er að byggja upp og viðhalda þoli auk þess sem þeim verða kynntar mismunandi aðferðir til mælinga á þoli. Nemendur þurfa að taka þátt í skipulagðri þrekþjálfun hjá viðurkenndu íþróttafélagi eða sérhæfðum þjálfara að minnsta kosti þrisvar sinnum í viku.
Þekkingarviðmið
- mikilvægi góðrar upphitunar í allri þjálfun
- mismunandi þjálfunaraðferðum í þolþjálfun
- muninum á loftháðri og loftfirrtri þolþjálfun
- helstu hugtökum sem tengjast þolþjálfun s.s. Hvíldarpúls, hámarkspúls og þjálfunarpúls
Leikniviðmið
- setja upp upphitunaráætlun
- setja upp æfingar og æfingaáætlun sem miðar að því að auka þol
- finna eigin hvíldar- og hámarkspúls og reikna út æfingapúls
- framkvæma próf til að meta þol
Hæfnisviðmið
- fara eftir eigin upphitunaráætlun
- fara eftir eigin þolþjálfunaráætlun
- mæla, meta, bæta og viðhalda eigin þoli
Nánari upplýsingar á námskrá.is