Tröllaskagi - TRÖ1A05

Lýsandi heiti áfanga: Frumkvöðlafræði
Fjöldi framhaldsskólaeininga: 5
Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:
Markmið áfangans er að örva sköpunarkraft og auka djörfung nemenda og dug til að kasta sér út í ný verkefni þar sem útkoma er ekki fyrirfram gefin. Kostur er að verkefnin séu fjölbreytt og nemendur velji eitthvað sem þeir hafa áhuga á og gætu hugsað sér að vinna við eða að minnsta kosti nýta sér. Nemendur kynna sér viðfangsefni í heimabyggð. Hvað er til staðar? Hverju mætti bæta við? Viðfangsefni geta verið á sviði menningar og lista, tengst náttúru eða nýtingu náttúrulegra auðlinda, atvinnustafsemi, íþróttum eða annarri hreyfingu - en í raun takmarkast viðfangsefnin aðeins af hugmyndaflugi nemenda. Farið verður í grunnatriði sem hafa verður í huga við skipulagningu verkefna, svo sem verkáætlun, kostnaðaráætlun, skilgreiningu markhóps og markaðssetningu.

Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • hugarflæði við hugmyndavinnu
  • helstu þáttum afþreyingar í nærsamfélagi
  • mikilvægi góðra skilgreininga á hugmynd og verkefni
  • mikilvægi áætlunar varðandi markhóp, verkþætti og kostnað
  • gildi þess að hugsa í lausnum


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • virkja hugmyndaflugið
  • meta hvaða upplýsinga og gagna er þörf við sköpun nýs verkefnis
  • starfa í hóp þar sem virðing og jákvæð samskipti einkenna ákvarðanatöku
  • deila réttlátlega ábyrgð á einstökum verkþáttum
  • kynna eigin hugmyndir og verkefni


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • hugsa lausnamiðað, metið með umræðum
  • gera verkáætlun sem hentar því verkefni sem hugmynd er að, metið með verkefnum
  • skipuleggja starf í hópi á lýðræðislegan hátt, þannig að kraftar hvers og eins nýtist og allir séu sáttir við sinn hlut, metið með jafningjamati
  • ráðast í verkefni þar sem árangur er óviss, metið með verkefni
  • kynna eigin vinnu þannig að höfði til markhóps, metið með kynningu á sýningu í annarlok


Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.

Birt með fyrirvara um breytingar