Nordplus- Social bæredygtighed

Um verkefnið
Verkefnið er þróunarverkefni þar sem tilgangurinn er að efla félagslega sjálfbærni og halda drengjum í framhaldsskólum því rannsóknir hafa sýnt hvernig drengir í framhaldsskólum ná illa árangri. Oft er það vegna skorts á hvatningu og þroska, þeir þurfa aukinn stuðning í námi og eiga það til að ofmeta eigin getu. Miðar verkefnið þá að því að skilja og taka á þessum kynjamun með áþreifanlegum kennslufræðilegum aðgerðum sem vonandi getur ýtt undir bæði hvatningu, viðleitni og viðhald drengja í framhaldsskóla.
Þátttökuskólar verkefnisins eru fjórir, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Framhaldsskólinn í Nuuk á Grænlandi og skólarnir Örestad Gymnasium og Christianshavn Gymnasium í Kaupmannahöfn.
Dönsku verkefnastjórarnir tveir hafa skuldbundið sig til að dreifa niðurstöðum verkefnisins, þegar þær koma, á hina ýmsu vettvanga menntageirans eins og EMU, Gymnasieskole.dk og fleiri staði.

Tímabil
01.05.2024-01.05.2025

Þátttakendur MTR
Guðbjörn Hólm Veigarsson (umsjón), Hólmar Hákon Óðinsson, Ida Marguerite Semey.

Áætlaðar ferðir
Fyrsti fundur verður haldinn í Nuuk á Grænlandi dagana 29. september til 2. október og hittast skólarnir svo í Kaupmannahöfn 11. og 12. nóvember. Á vorönn 2025 verður svo síðasti fundur hér á Ólafsfirði í Menntaskólanum.

Vefsíða verkefnis hér