Umhverfismál
24.09.2013
Erlendir samstarfsmenn okkar í fyrsta alþjóðlega verkefninu sem skólinn tekur þátt í eru komnir til Ólafsfjarðar. Þeir eru frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Ferðalagið gekk ekki alveg snurðulaust því vél þýska hópsins seinkaði og hann missti af Íslandsvélinni frá London og kom ekki til Keflavíkur fyrr en undir miðnætti og þurfti að eyða nóttinni í ferðina norður.
Lesa meira
Umhverfismál
17.09.2013
Nemendur og kennarar undirbúa komu góðra gesta í næstu viku. Þetta eru sextán nemendur á aldrinum 16-17 ára og fjórir kennarar þeirra. Gestirnir koma frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Heimsóknin er þáttur í Comeníusarverkefni sem skólinn tekur þátt í. Mikilvægt er að heimafólk taki gestgjafahlutverkið alvarlega og sinni gestunum eins og best má verða.
Lesa meira
Umhverfismál
23.08.2013
Menntaskólinn á Tröllaskaga tekur þátt í Comeniusarverkefni með þemur skólum í jafn mörgum löndum, Ítalíu, Spáni og Þýskalandi. Verkefnið snýst um vatn og mikilvægi þess fyrir lífríki og samfélag manna. Fengist hefur styrkur að upphæð um fjórar milljónir króna úr Menntaáæltun ESB. Verkefnið stendur í tvö ár og felur í sér umfangsmiklar nemendaheimsóknir.
Menntaskólinn á Tröllaskaga leiðir verkefnið og verður Inga Eiríksdóttir, stærðfræðikennari í forsvari fyrir hönd skólans. Fyrsta heimsóknin er í næsta mánuði þegar tuttugu manna hópur nemenda og kennara frá Ítalíu, Spáni og Þýskalandi kemur og dvelur í MTR í viku. Gestirnir læra ljósmyndun, ferðast um Tröllaskaga og nágrenni auk þess að kynnast nemendum menntaskólans og öðru sem vekur áhuga þeirra á vettvangi.
Lesa meira