Umhverfismál
26.11.2019
Skólanefnd MTR ræddi á fundi sínum í dag um sérstök markmið í skólastarfinu sem tengjast heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna og markmiðum ríkisstjórnarinnar. Þrettánda markmið SÞ er að menntun verði aukin til að vekja vitund um hvernig fólk og stofnanir geta haft áhrif og brugðist við loftslagsbreytingum. MTR ætlar að efla vitund nemenda og starsfólks um umhverfismál og ná markmiðum grænfánaverkefnis Landverndar og grænna skrefa í ríkisrekstri. Skólinn ætlar að hafa virkt umhverfisráð, bjóða a.m.k. tíu áfanga þar sem fjallað er um umhverfismál og skipuleggja viðburði í samfélaginu sem tengjast málaflokknum. Stafrænni smiðju er ætlað að efla skapandi hugsun í námi í samstarfi við nærsamfélagið. Hugmyndin er að bæði grunnskólanemar og íbúar hafi aðgang að smiðjunum auk nemenda skólans. Þetta markmið tengist bæði markmiðum ríkisstjórnarinnar og heimsmarkmiðum SÞ.
Á fundinum kom fram að á vorönn býður skólinn upp á leiklistaráfanga í samstarfi við Leikfélag Fjallabyggðar, nemendur munu taka þátt í uppfærslu félagsins. Þá sögðu starfsmenn frá vel heppnuðum fræðsludegi norðlenskra framhaldsskólakennara sem skólinn hélt fyrr í haust. Greint var frá góðri aðsókn að skólanum, færri fá skólavist á vorönninni en sóttu um. Þá var greint frá því að undirbúiningur þess að skólinn fái jafnlaunavottun stendur nú sem hæst.
Á fundinum voru Edward H. Huijbens, formaður, í fjarverunni Evu, Rósa Jónsdóttir, Dóróþea Guðrún Reimarsóttir, Guðríður Harpa Elmarsdóttir, áheyrnarfulltrúi nemenda, Unnur Hafstað Ármannsdóttir áhreyrnarfulltrúi kennara, Lára Stefánsdóttir skólmeistari og Jóna Vilhelmína Héðinsdóttir, aðstoðarskólameistari.
Lesa meira
Umhverfismál
27.09.2019
Stofnuð hefur verið umhverfisnefnd í skólanum. Í henni eru fjórir nemendur sem hafa í áfanganum UMHV2NÁ03 metið stöðu umhverfismála í skólanum og nærsamfélaginu og ætla síðan að útbúa aðgerðaáætlun um úrbætur. Ákveðið hefur verið að leggja áherslu á loftslagsmál.
Stefnt er að gróðursetningu trjáa í samstarfi við Skógræktarfélagið og Skíðafélagið. Verkefnið er í vinnslu en stefnt að framkvæmdum í næstu viku. Það haustar að og bráðum gæti fallið snjór í Ólafsfirði. Þetta verkefni snýst um að kolefnisjafna.
Nefndin hefur þegar sett upp fataslá í skólanum þar sem nemendur og starfsmenn setja föt sem þeir eru hættir að nota og aðrir geta nýtt sér. Einnig er búið að setja upp Instagrammsíðu til að miðla upplýsingum um það sem gert er. https://www.instagram.com/umhverfisnefndmtr/ Fylgjendur eru enn sem komið er aðallega nemendur skólans en stefnt er að því að fylgjendur verði 500.
Þá er á dagskrá að tala við stjórnendur sveitarfélagsins og fá upplýsingar um hvað þeir eru að gera til að stuðla að heilbrigðara umhverfi. Nefndin hefur hug á að hvetja íbúa í Fjallabyggð til að vera duglegri að flokka sorp. Fjórmenningarnir hafa séð að sumir flokka alls ekki. Umhverfisnefndin hefur hug á að komast að á útvarpsstöðinni Trölla og ræða þetta mál. Afla fyrst upplýsinga og koma boðskapnum síðan til skila. Meðal annars ætla þau að kanna hvort ráðamenn í kjörbúðinni í Ólafsfirði og á Olís eru tilbúnir til að setja upp flokkunartunnur fyrir viðskiptavini.
Áfanginn er á öðru þrepi. Kennarar eru Karólína Baldvinsdóttir og Unnur Hafstað.
Lesa meira
Umhverfismál
05.12.2018
Lítil vettvangsathugun sem gerð var í Kjörbúðinni á Dalvík bendir til þess að um 73% þeirra sem þar versla noti plastpoka undir vörurnar en um 27% fjölnota poka. Athugunin fór fram tvo daga um miðjan nóvember og var fylgst með viðskiptavinum í tvær og hálfa klukkustund samtals. Hlutfallslega eru fleiri konur með fjölnota poka en karlar, hjá konum var hlutfallið 33% en hjá körlum aðeins 17%. Setja verður þann fyrirvara að athugunin er ekki umfangsmikil en niðurstöðurnar veita þó ákveðna vísbendingu.
Lesa meira
Umhverfismál
27.09.2018
Hópur sjö MTR-nema og eins kennara dvelur þessa viku á Tenerife og tekur þátt í Erasmus+ verkefninu HELP sem snýst meðal annars um endurvinnslu. Jafn stórir hópar ungmenna frá Litháen og Noregi taka þátt í verkefninu auk hóps heimamanna á Tenerife. Í fyrri áföngum þess var fjallað um vistvænar afurðir og um mengun.
Lesa meira
Umhverfismál
04.09.2018
Skólinn hefur tekið annað skrefið í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri og fengið það vottað og viðurkennt. Sorpflokkun hefur verið aukin og er ekki lengur hægt að henda – nema flokka. Notkun pappíshandþurrka á salernum var hætt. Í staðinn kemur ýmist blásturshandþurrkun eða gamaldags handklæði. Aðeins er keyptur umhverfisvottaður pappír og sama gildir um vörur sem unnar eru úr pappír. Þá hefur skólinn sett sér stefnu sem hefur að markmiði að gera starfsemina umhverfisvænni, bæta starfsumhverfi og auka vellíðan. Sjá nánar hér:
Lesa meira
Umhverfismál
30.01.2018
Ákveðið var í MTR í haust að hefja þátttöku í verkefninu Græn skref í ríkisrekstri. Skólinn hefur nú tekið fyrsta skrefið og fengið það vottað og viðurkennt. Hólmfríður Þorsteinsdóttir, sérfræðingur hjá Umhverfisstofnun kom og skoðaði sérstaklega flokkunarmál og innkaup með tilliti til þess hvort keyptar væru vistvænar hreingerningavörur og pappír. Skilyrði er að nota umhverfisvottaðar vörur. Athugasemd var gerð við flokkun hjá nemendum og í almannarýminu. Gera þarf úrbætur sem Nemendafélagið þarf að koma að en því sem að var fundið verður snarlega kippt í liðinn.
Markmið verkefnisins Græn skref í ríkisrekstri eru að efla vistvænan rekstur á kerfisbundinn hátt. Byggt er á grænum skrefum Reykjavíkurborgar, verkefni sem hófst haustið 2014. Nokkrar stofnanir umhverfis- og auðlindaráðuneytis hafa tekið þátt í að aðlaga verkefnið að ríkisrekstri. Tilgangurinn er að hafa jákvæð áhrif á umhverfið, bæta ímynd og starfsumhverfi stofnana og draga úr kostnaði. Sjá nánar hér: http://graenskref.is/um-verkefnidh
Tengiliður verkefnisins í MTR er Unnur Hafstað en við framkvæmdina reynir mest á Björgu Traustadóttur, Gísla Kristinsson og Jónínu Kristjándóttur, sem sjá um rekstur, innkaup og þrif hússins. Þau eru með Hólmfríði Þorsteinsdóttur á myndinni, sem tekin var þegar viðurkenningin fyrir fyrsta skrefið var afhent.
Lesa meira
Umhverfismál
27.09.2017
Verkefnið snýst um ungmennaskipti og jafningjafræðslu á sviði heilsu, vistfræði og baráttu gegn mengun náttúrunnar. Þátttakendur koma frá Noregi, Litháen, Spáni og Íslandi. Undirbúningsfundur var haldinn í Kópavogi fyrr í vikunni. Þar voru bæði ungmenni og kennarar frá löndunum fjórum. Fyrstu skiptin verða í miðannarvikunni þegar hópar frá Spáni, Noregi og Íslandi hitta félagana í Litháen í bænum Siauliai sem er nyrst í landinu. Í þessum fyrsta áfanga verður áherslan fyrst og fremst á mengun, láðs, lofts og lagar. Fyrir ferðina eiga þátttakendur að kynna sér ákveðin atriði í sambandi við mengun á sínum heimaslóðum. Í apríl á næsta ári hittist hópurinn í Noregi og í september á Tenerife á Spáni.
Lesa meira
Umhverfismál
26.03.2015
Helga Ólafsdóttir, verkefnisstýra UNICEF, þakkaði MTR-nemum í Comeniusarverkefni fyrir þeirra framlag í skype-samtali í tíma í dag. Féð sem safnaðist hér dugar til að kaupa og setja upp sex vatnsdælur við brunna á svæðum þar sem skortur á hreinu vatni. Einnig verður nokkurri upphæð varið til að kaupa vatnshreinstöflur.
Lesa meira
Umhverfismál
03.09.2014
Hverfjall (Hverfell), Grjótagjá og gervigígarnir hjá Skútustöðum voru meðal staða sem nemendur í jarðfræði skoðuðu í Mývatnssveit í gær. Náttúrufyrirbærin vöktu áhuga nemenda og þeim fannst ferðin fróðleg og spennandi. Á myndinni er hópurinn við lokunarskilti á vegarslóða sem liggur inn á hálendið sunnan við bæinn Grænavatn. Ástæða lokunarinnar er eldgosið í Holuhrauni.
Lesa meira
Umhverfismál
01.10.2013
Samstarfsfólk okkar í Comeníusarverkefninu um vatn hélt heim á leið um helgina eftir vel heppnaða viku í Ólafsfirði. Anna Lena Victorsdóttir segir að gestirnir hafi verið áhugasamir, tekið myndir og spurt margs. Hún var í hópi þeirra nemenda MTR sem eyddu miklum tíma með gestunum og segir að það hafi verið gaman að kynnast þeim.
Lesa meira