Vendikennslunámskeið

Hópurinn
Hópurinn

Hópur frá MTR lærði ýmislegt nýtt um vendikennslu og kenndi öðrum líka á námskeiði á Spáni í síðustu viku. Þátttakendur í námskeiðinu voru frá Sikiley, Keili í Keflavík og MTR en skólar frá fleiri löndum taka þátt í samstarfsverkefninu. Fimm nemendur úr MTR fóru á námskeiðið auk Tryggva Hrólfssonar, enskukennara skólans. Eitt af því sem nemendurnir gerðu var að setja kennarana í spor nemenda og kenna þeim á ýmis hjálpartæki á borð við duolingo og quizlet. Ólína Ýr Jóakimsdóttir einn nemendanna sem tók þátt í námskeiðinu segir að ítölsku kennurunum og nemendunum hafi þótt merkilegt að nánast engin próf væru í MTR og vendikennsla í nær öllum fögum. Ólína segir að í heild hafi námskeiðið verið áhugavert og gaman að sjá hve MTR sé framarlega í upplýsingatækni miðað við ítalska skólann. Tania Muresan sem einnig tók þátt í námskeiðinu segir ferðin og dvölin hafi verið ánægjuleg og lærdómsrík. Hún telur að krakkarnir frá MTR séu mun betri í ensku en ítölsku nemendurnir og líka flinkari í upplýsingatækni. Myndir