Lára Stefánsdóttir mynd GK
Lára Stefánsdóttir, skólameistari MTR skaraði fram úr í könnun sem Félag framhaldsskólakennara gerði á viðhorfi félagsmanna til stjórnunarhátta og fagmennsku skólameistara. Sextán spurningar voru lagðar fyrir og dregnar saman niðurstöður úr svörunum „mjög sammála“ og „frekar sammála“. Liðlega helmingur kennara í MTR tók þátt í könnuninni. Eplið, fréttabréf, Félags framhaldsskólakennara greinir frá því að þátttaka hafi aðeins verið rúmlega 22% að meðaltali. Aðeins í 11 skólum af 30 hafi þátttaka verið meira en 20%. Félagið vonast til að könnunin verði hér eftir gerð árlega. Byrjað var að undirbúa hana árið 2014 en verkefnið fór ekki vel af stað og framkvæmdin hefur því tekið lengri tíma en ætlað var