Gestir að austan

Hópmynd GK
Hópmynd GK
Kennarar í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupsstað nota daginn í dag til að kynna sér nám og kennslu í MTR. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir taka sér starfsdag á miðri önn. Verkgreinakennarar fóru í VMA en aðrir kennarar komu til Ólafsfjarðar og hafa í dag flakkað milli kennslustofa og hitt kennara og nemendur að máli. Heimsóknin er hin ánægjulegasta og gott til þess að vita að kennarar í öðrum framhaldsskóla telji sig hafa eitthvað að sækja í yngsta framhaldsskóla landsins.

Kennarar í Verkmenntaskóla Austurlands í Neskaupsstað nota daginn í dag til að kynna sér nám og kennslu í MTR. Þetta er í fyrsta sinn sem þeir taka sér starfsdag á miðri önn. Verkgreinakennarar fóru í VMA en aðrir kennarar komu til Ólafsfjarðar og hafa í dag flakkað milli kennslustofa og hitt kennara og nemendur að máli. Heimsóknin er hin ánægjulegasta og gott til þess að vita að kennarar í öðrum framhaldsskóla telji sig hafa eitthvað að sækja í yngsta framhaldsskóla landsins.