Fréttir

Margt áhugavert í kóngsins Köben

Einn af nyjum áföngum þessarar annar kallast Erlent verkefni, Ísland, Danmörk, fjölmenning. Í áfanganum er fjallað um sögulegt samband Íslands og Danmerkur sem og alþjóðasamvinnu. Þungamiðja áfangans er ferð til Kaupmannahafnar sem farin var nú í miðannarvikunni, er hún styrkt af Erasmus+. Þangað fóru 13 nemendur og þrír kennarar. Fyrri hluta annarinnar var ferðin undirbúin og seinni hluti annarinnar fer í að vinna úr þeirri vitneskju og reynslu sem nemendur öðluðust í ferðinni.
Lesa meira

Fjölþjóðlegt kaffiboð í lok fjörugrar viku

Í síðustu viku var óvenju fjölmennt og fjörlegt hjá okkur í skólanum. Í heimsókn var 30 manna hópur nemenda og kennara úr skólum frá Spáni, Portúgal og Króatíu. Þessir skólar eru í samstarfi við MTR í verkefni sem kallast "Becoming a Biomaker School". Snýst það um þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem lúta að umhverfi og sjálfbærni og er Erasmus+ verkefni sem styrkt er af Evrópusambandinu. Vinnan í verkefninu þessa viku í MTR var mjög fjölbreytt. Unnið var með heimsmarkmiðin og þau tengd við þá grænfánavinnu sem fer fram í skólanum.
Lesa meira

Góðir gestir í heimsókn

Þessa viku er fjölmennt í skólanum. Í heimsókn eru nemendur og kennarar úr skólum frá Spáni, Portúgal og Króatíu, samtals um 30 manns. Þessir skólar eru í samstarfi við MTR í verkefni sem kallast "Becoming a Biomaker School". Snýst það um þau heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna sem lúta að umhverfi og sjálfbærni og er Erasmus+ verkefni sem styrkt er af Evrópusambandinu. Verkefnið hófst formlega í Lissabon í Portúgal í lok síðustu annar þar sem fulltrúar spænska skólans og 14 manna hópur frá MTR sótti portúgalska skólann heim en Króatarnir tóku þátt með rafrænum hætti í það skipti.
Lesa meira

Fjölbreytt viðfangsefni í lýðheilsu

Sagt er að góð heilsa sé gulli betri og er nokkuð til í þeirri fullyrðingu. Reglubundin hreyfing er einn lykillinn að góðri heilsu og þá er mikilvægt að finna sér íþrótt eða einhverja hreyfingu sem þér finnst gaman að því þá er mun líklegra að þú stundir hana reglulega. Á skólaárunum er mikilvægt að kynnast sem fjölbreyttustum íþróttum og hreyfingarmöguleikum því þá hefur þú einhverjar hugmyndir um hvaða hreyfing hentar þér þegar skólaárunum sleppir
Lesa meira

Fyrsti fánadagur heimsmarkmiðanna á Íslandi

Í dag, mánudaginn 25. september, er fyrsti fánadagur heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna á Íslandi. Framtakið hófst árið 2019 og vinsældir þess hafa farið ört vaxandi um allan heim. Sífellt fleiri þjóðir taka þátt og nú hefur Ísland bæst í hópinn. Það er United Nations Global Compact sem stendur að framtakinu til að minna á mikilvægi heimsmarkmiðanna. Fyrirtæki, stofnanir, skólar, samtök og sveitarfélög sem eru aðilar að UN Global Compact og/eða hafa hafið innleiðingu á heimsmarkmiðum í rekstur sinn geta tekið þátt í framtakinu.
Lesa meira

Sérfræðiþekking til útflutnings

Menntaskólinn á Tröllaskaga er í margvíslegu erlendu samstarfi og er þar bæði um að ræða verkefni með virkri þátttöku nemenda og eins verkefni þar sem kennarar sækja sér þekkingu eða veita hana. Talsverð eftirspurn er eftir þeirri þekkingu sem orðið hefur til á fjarkennslu og upplýsingatækni í MTR og eitt þeirra verkefna sem er í gangi nú er af þeim toga. Um er að ræða tveggja ára verkefni þar sem unnið er með aðilum í Póllandi að gerð rafræns kennsluefnis í ensku, en efnið verður aðgengilegt og ókeypis á netinu. Verkefnið er styrkt af sjóði sem kallast EEA, en hlutverk hans er að efla tengsl Íslands, Noregs og Liechtenstein við ýmis önnur Evrópuríki, og í því veita fimm kennslukonur frá MTR pólskum kollegum sínum sérfræðiþekkingu í að þróa kennsluhætti og innleiða notkun upplýsingatækni í skólastarfi.
Lesa meira

505 nemendur við skólann

Á þessari önn eru 505 nemendur við skólann, eru það heldur færri en á síðustu önn en framleiddar einingar eru þó svipað margar þar sem nemendur taka fleiri einingar að meðaltali. Flestir þeirra stunda fjarnám við skólann og eru búsettir víðsvegar um landið og nokkrir erlendis. Kjörnámsbraut er fjölmennasta brautin, en þar velja nemendur þá sérhæfingu sem þeir vilja leggja áherslu á og skipuleggja námið í samráði við námsráðgjafa. Næst fjölmennust er félags- og hugvísindabrautin. Starfsfólk skólans telur tæplega 30 manns og er það sami fjöldi og síðustu ár.
Lesa meira

Hugað að heilsunni

Menntaskólinn á Tröllaskaga er Heilsueflandi framhaldsskóli og hefur sína heilsu- og forvarnarstefnu sem nýlega hefur verið endurskoðuð. Íþróttir, útivist og ýmis konar hreyfing hefur ávallt verið mikilvægur þáttur í skólastarfinu. Á síðari árum hefur andlegi þátturinn einnig orðið meira áberandi og býður skólinn m.a. upp á áfanga í geðrækt, jákvæðri sálfræði og kynheilbrigði og nemendur fá reglulega fyrirlestra um slík málefni t.d. þegar Geðlestin og Ástráður, kynfræðslufélag læknanema, koma í heimsókn.
Lesa meira

Kynning á Evrópuverkefnum fyrir ungt fólk

Í síðustu viku fengum við góða heimsókn þegar fulltrúar Rannsóknarstöðvar Íslands, Rannís, komu í skólann. Þetta voru þær Miriam Petra Ómarsdóttir Awad og Svandís Ósk Símonardóttir sem báðar starfa sem sérfræðingar á mennta- og menningarsviði hjá Rannís. Miriam er m.a. verkefnastýra Eurodesk á Íslandi og sér um kynningar og fyrirspurnir um tækifæri fyrir ungt fólk í evrópsku samstarfi og Svandís Ósk hefur umsjón með samstarfsverkefnum í háskólahluta og æskulýðshluta Erasmus+ auk þess sem hún er hluti af kynningarteymi Landskrifstofu Erasmus+. Tilgangur heimsóknarinnar var að kynna fyrir nemendum og starfsfólki skólans hin ýmsu styrkhæfu verkefni sem bjóðast á vettvangi Erasmus+, hvort sem er innanlands eða utan. Má þar t.d. nefna ungmennaskipti þar sem ungt fólk kynnist lífi og menningu jafnaldra þeirra í Evrópu, þátttökuverkefni sem hvetja ungt fólk til virkni og þátttöku í samfélaginu, sjálfboðaliðastörf til að gefa af sér, efla sjálfstraust og færni og samfélagsverkefni til að hafa áhrif á nærsamfélag sitt. Funduðu þær stöllur m.a. með Idu Semey, sem er verkefnastýra erlendra verkefna við skólann, og nemendaráði skólans og sáu fulltrúar þess ýmis tækifæri í því sem þær höfðu fram að færa. Aðrir kennarar og nemendur hlustuðu einnig af athygli og ýmsar hugmyndir að verkefnum spruttu út frá umræðum sem fylgdu í kjölfar kynningarinnar. Svo er bara að sjá hvort einhverjar þeirra verði að veruleika.
Lesa meira

Patrekur Þórarinsson húsasmiður og slökkviliðsmaður

Patrekur Þórarinsson er frá Siglufirði. Hann útskrifaðist af náttúrufræðibraut og útivistarsviði íþróttabrautar MTR í desember 2016. Eftir það hefur hann sótt sér ýmsa menntun m.a. sveinspróf í húsasmíði og meirapróf og er að ljúka námi sem slökkviliðsmaður. Patrekur býr enn á Siglufirði og starfar sem smiður hjá L7 verktökum auk þess sem hann er hlutastarfandi slökkviliðsmaður í Slökkviliði Fjallabyggðar og starfsmaður í félagsmiðstöðinni Neon. Við spurðum Patrek hvernig námið í MTR hafi undirbúið hann fyrir áframhaldandi nám og hvað sé eftirminnilegast frá skólagöngunni.
Lesa meira