Úrgangslist - MYL2H02

Lýsandi heiti áfanga: Úrgangslist- miðannarviku
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:
Nemendur nota hráefni sem fellur til á heimilinu til að skapa náttúruvæna og fjárhagslega hagkvæma list. Markmiðið er ekki hið fullkomna myndverk, heldur sjálf athöfnin að skapa. Nemendur þjálfa hugarflugið og uppgötva ýmis tækifæri í umhverfinu til listsköpunar bæði með hefðbundu og óhefðbundu hráefni. Nemendur safna saman ýmsu hráefni til að skapa og upplifa ferlið við sköpun á nýjan og spennandi hátt. Hugmyndum þeirra um list og listsköpun er ögrað með nýjum aðferðum og hráefni. Í lokin sýna nemendur verk sín og útskýra ferlið við sköpunina sem skiptir oft meira máli heldur en sjálf lokaafurðin.


Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • úrgangslist
  • hráefni og aðferðum sem henta til ýmisskonar listsköpunar
  • mikilvægi þess að opna augun og hugann fyrir hinu óvænta þegar kemur að listsköpun


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • sjá möguleika í ýmsu hráefni
  • leyfa sköpunarkraftinum flæða án þess að áherslan sé öll á lokaafurð


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • átta sig á því að list er allskonar
  • finna til ýmisskonar hráefni til að nýta við sköpun sína
  • fá hugmynd og framkvæma hana án þess að einblína um of á lokaniðurstöðuna
  • skapa listaverk úr ólíklegu hráefni sem margir myndu flokka sem rusl
  • sýna verk sín og standa með þeim


Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.

Birt með fyrirvara um breytingar