Tröllaskagi - TRÖS1A05

Lýsandi heiti áfanga: Frumkvöðlafræði starfsbraut
Framhaldsskólaeiningar: 5
Undanfari: Enginn

Lýsing á efni áfangans:
Nemendum kynnast afþreyingu í nærsamfélaginu á sviði menningar og lista, náttúru, íþróttum eða annarrar hreyfingar.
Markmið áfangans er að örva sköpunarkraft og auka djörfung nemenda og dug til að kasta sér út í nýjar áskoranir þar sem útkoma er ekki fyrirfram gefin.

Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • helstu þáttum afþreyingar í nærsamfélagi
  • hugarflæði við hugmyndavinnu
  • mikilvægi góðra skilgreininga á hugmynd og verkefni
  • gildi þess að hugsa í lausnum


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • virkja hugmyndaflugið
  • starfa í hóp þar sem virðing og jákvæð samskipti einkenna ákvarðanatöku
  • kynna eigin hugmyndir og verkefni


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • hugsa lausnamiðað
  • gera verkáætlun sem hentar því verkefni sem hugmynd er að
  • skipuleggja starf í hópi þannig að kraftar hvers og eins nýtist og allir séu sáttir við sinn hlut
  • kynna eigin vinnu



Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati alla önnina. Öll verkefni gilda til einkunnar og þess vegna er það mikilvægt að nemendur stundi námið reglulega.

Birt með fyrirvara um breytingar