Lýsandi heiti áfanga: Tölvu tæklun
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: Enginn
Lýsing á efni áfangans:
Námskeiðið er fyrir þá sem vilja skoða tölvur og tækni frá öðru sjónarhorni, fortíð, framtíð og
innanfrá. Farið er í hvernig fyrstu tölvurnar urðu til og hvert þær þróuðust og hvaða tækniframfarir áttu sér stað
samhliða þeim. Framtíð tölvu og tækni skoðuð, hvaða áhrif mun tæknin hafa á okkur í framtíðinni og hvaða hlutir
eru nú þegar komnir sem við höfum jafnvel ekki hugmynd um. Málefnið rætt útfrá vinnutækjum, heimilistækjum og leiktækjum.
Nemendur taka fartölvu í sundur, smíða stýripinna, kynna sér vélbúnað sem er í boði bæði innanlands og utan.
Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- vélbúnaði sem er í boði í þeim tilgangi að setja saman tölvur frá grunni og gera sér hugmynd um tilgang hvers hluts og
samhæfi þeirra
- tilgangi þeirra eininga sem ein tölva stendur saman úr
- hvað er hægt og hvað ekki í raunveruleikanum af því sem við sjáum í þáttum og bíómyndum
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- setja saman sína eigin tölvu úr íhlutum eða skipt út því sem þeim langar í slíku tæki
- tileinka sér upplýsingaöflun með þeim tækjum sem í kringum okkur eru og að sætta sig ekki við að vita ekki eða skilja hluti sem
auðfinnanlegir eru við flestar aðstæður
- smíða stýripinna úr prentplötunni Makey Makey
- nota þau tæki og þá tækni sem er í kringum sig til að auka þekkingu sína
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- að hugsa út fyrir ramman um hvaða möguleikar eru í boði þegar valið stendur um að nýta sér tæknina
- vera opin fyrir að nýta sér tæknina og sjá framtíðina eins og hún stefnir í dag
- hugmyndaflugið njóti sín og því villtari sem hugmyndirnar verða því betur er fólk að standa sig
- verða virkir þátttakendur í upplýsinga- og tæknisamfélagi
- nýta sér tæknina bæði til gagns og gamans