Lýsandi heiti áfanga: Spurningarkeppni Neon - miðannarvika
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: Enginn
Lýsing á efni áfangans:
Nemendur vinna tillögu að skipulagi spurningarkeppninnar og hjálpa til við framkvæmd hennar, stigavörslu og fleira því um líkt. Þeir taka
ákvarðanir um hvernig keppnin eigi að vera, hvernig spurningarnar eiga að vera, hvaða flokkar, hversu margar spurningar í hverjum flokki o.s.frv.
Búa þarf til spurningabanka í hverjum flokki, í heildina u.þ.b. 500 spurningar.
Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:
- framkvæmd og skipulagi spurningarkeppni
- spurningaflokkum sem henta viðeigandi aldurshóp
Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:
- semja spurningar sem tilheyra ákveðnum spurningaflokkum
- skipuleggja spurningakeppni
- skipta milli sín hlutverkum í keppninni, t.d. spyrill, stigavörður, dómari
Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:
- skipuleggja spurningakeppni fyrir félagsmiðstöð
- ákveða spurningaflokka og semja spurningar
- hrinda keppninni í framkvæmd, halda utan um frammistöðu keppenda og krýna sigurvegara
Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.
Birt með fyrirvara um breytingar