Solar Parcel - LIL2A02

Lýsandi heiti áfanga: Solar Parcel vinnustofa
Framhaldsskólaeiningar: 2
Undanfari: enginn

Lýsing á efni áfangans:
Nemendur taka þátt í verkefninu Solar Parcel sem er langtíma verkefni á vegum Listhúss í Fjallabyggð og hægt að lesa um það á vef Listhússins (listhus.com).
Verkefnið Solar Parcel er langtímaverkefni og taka nemendur þátt í því að koma því af stað hér á Íslandi, þeir fræðast um heildarverkefnið, samvinnuna milli Íslands og Hong Kong og sýningarnar sem haldnar verða í báðum löndunum.
Nemendur læra að búa til "pinhole" myndavélar og velta fyrir sér hvar sé best að setja þær upp og hversu langan tíma þær þurfi að vera uppi við til að fanga góða mynd.

Lokamarkmið áfanga:
Nemandi skal hafa aflað sér almennrar þekkingar og skilnings á:

  • verkefninu Solar Parcel og hugmyndinni bak við það
  • samvinnu listamanna þvert yfir heiminn
  • 'pinhole' myndavélum og vinnslu myndanna
  • hvernig myndirnar verða til og hversu langan tíma það tekur


Nemandi skal hafa öðlast leikni í að:

  • búa til 'pinhole' myndavélar


Nemandi skal geta hagnýtt þá almennu þekkingu og leikni sem hann hefur aflað sér til að:

  • taka þátt í því að koma verkefninu Solar Parcel af stað með því að búa til 'pinhole' myndavél og koma henni fyrir á góðum stað



Námsmat:
Í áfanganum er viðhaft leiðsagnarmat með símati, nemendur þurfa að standast mætingarkröfur áfangans.

Birt með fyrirvara um breytingar